Við hjálpum þér að ná til þinna markhópa með áhrifaríkum og sérsniðnum lausnum
Velora býður upp á markaðslausnir sem byggja á skilningi á þörfum þínum og markhópsins þíns

Hann mætti til okkar með krafti og skipulagi, hann var auðveldur í samskiptum og gaf mikið af sér. Siggi sá um samfélagsmiðla með okkur þann tíma sem við unnum saman, hann kom með frábærar hugmyndir fyrir vörumerkið og kom mjög skipulagður að borði.
Hann mætti til okkar með krafti og skipulagi, hann var auðveldur í samskiptum og gaf mikið af sér. Siggi sá um samfélagsmiðla með okkur þann tíma sem við unnum saman, hann kom með frábærar hugmyndir fyrir vörumerkið og kom mjög skipulagður að borði. Um miðjan mánuð kom hann með plan um það sem hann sá fyrir sér framundan með okkar gildi að leiðarljósi, uppsetningu á mánuðnum og auðveldaði okkur alla vinnu með sínu skipulagi.
Hann var opin fyrir því hvað við stöndum fyrir og lærði fljótt inná okkur. Hann er einnig mjög sveigjanlegur ef upp kom verkefni sem þurfti að leysa sem fyrst. Einnig reyndi hann eftir bestu getu að aðstoða okkur við verkefni sem voru ekki á hans borði.
Ef í framtíðinni kemur til þess að við munum þurfa samfélagsmiðla aðstoð þá mun Siggi vera þar efst á blaði. Siggi er jákvæður, fullur af hugmyndum, fljótur að læra og með einstaklega gott skipulag. Góður í samskiptum og lausnamiðaður.”
Það er þægilegt að vinna með honum og ég geri klárlega ráð fyrir áframhaldandi samstarfi”
Oftar en ekki er starfsfólk nokkuð týnt eftir slíka ráðgjöf og veit ekkert hvar það ætti að byrja og hvernig. Það var ekki raunin eftir ráðgjöf og smánámskeið Sigga á Bókasafni Kópavogs. Hann var vel undirbúinn, með skýra hugmynd um efnissköpun fyrir samfélagsmiðla sem var sniðin að okkar stofnun. Það er ekki sjálfgefið að sitja námskeið og finnast allar hugmyndir frá námskeiðshaldara góðar og hlakka til að byrja að vinna eftir þeim en það var okkar upplifun á Bókasafni Kópavogs.
Siggi er með hressandi vinnubrögð, segir hlutina eins og þeir eru og er viss í sinni sök. Það er ekki annað hægt en að treysta þessum gúrú.“

Markaðsteymi
Vantar þig sérfræðiþekkingu til að styrkja teymið þitt og koma verkefninu lengra?

Auglýsingar
Er auglýsingaféið þitt að skila sér? Vantar þig leiðsögn um hvar og hvernig þú nærð best til viðskiptavina?

Leitarvélar
Ert þú að gera ráðstafanir til að tryggja að þinn markhópur finni þig á Google?

Efnissköpun
Finnst þér efnið sem þú býrð til vera ómarkvisst og hugmyndirnar takmarkaðar?
Sérsniðnar stafrænar lausnir fyrir fyrirtæki sem vilja vaxa
Við hjálpum fyrirtækjum að ná til sinna markhópa með sérsniðnum markaðslausnum sem byggja á innsæi, stefnu og skapandi nálgun. Með djúpri þekkingu á stafrænum markaðsvettvangi tryggjum við að skilaboðin þín nái fram að ganga og að þú tengist viðskiptavinum á áhrifaríkan hátt.
Við vinnum með:
• Frumkvöðlafyrirtækjum sem þurfa markaðsstefnu til að vaxa hratt og markvisst.
• Litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem vilja byggja upp trúverðuga og öfluga stafræna nærveru.
• Markaðsstjórum sem þurfa aðstoð með sérfræðiþekkingu á samfélagsmiðlum, PPC-herferðum, leitarvélabestun, tölvupóstmarkaðssetningu og efnisstefnu.

Þjónustur

Markaðsstefna & Ráðgjöf
Við vinnum með þér að því að móta markaðsstefnu sem byggir á þínum markmiðum og þörfum. Í nánu samstarfi sameinum við okkar sérþekkingu við þína sýn, þannig að útkoman er stefna sem tengist viðskiptavinum þínum á áhrifaríkan hátt og byggir upp langvarandi árangur.

Umsjón stafrænna auglýsingaherferða
Við hjálpum þér með stafrænar birtingar, hvort sem um er að ræða stakar herferðir, mánaðarlega umsjón eða útfærslur á markaðstrektum (e. marketing funnels) sem hjálpa þér að tengjast þínum markhópum enn betur og laða rétta aðila að vörumerkinu þínu.

Efnissköpun & Póstlistar
Við hjálpum þér að þróa vef- og samfélagsmiðlaefni og setja upp póstlistakerfi sem byggja upp tengsl við viðskiptavini þína. Með samstarfi, þar sem við vinnum með þína sýn, sérfræðiþekkingu og markmið, sköpum við efni sem tengir við þinn markhóp á dýpri hátt og eflir tengingu þeirra við þitt vörumerki.